Sport

Tinna og Kári Íslandsmeistarar í badminton

Tinna með bikarinn.
Tinna með bikarinn. Mynd/Badmintonsamband Íslands
Þau Kári Gunnarsson og Tinna Helgadóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton. Kári var að vinna annað árið í röð en Tinna vann sigraði síðast árið 2009.

Kári lagði Atla Jóhannesson í tveimur lotum, 21-13 og 21-18. Kári býr og æfir í Kaupmannahöfn en kom heim til þess að verja titilinn og gerði það með glans.

Tinna lagði Snjólaugu Jóhannsdóttur í tveimur lotum, 21-14 og 21-14. Þetta er í annað sinn sem hún verður Íslandsmeistari.

Systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik en þau lögðu Helga Jóhannesson og Elínu Þóru Elíasdóttur í þrem lotum, 17-21, 21-8 og 21-10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×