Fótbolti

Ensku félögin eyddu langmest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Ensku fótboltafélögin voru í nokkrum sérflokki á síðasta ári þegar kom að því að eyða peningi í leikmenn frá öðrum löndum en þetta kemur fram í nýrri samantekt hjá nefnd hjá FIFA sem heldur utan um félagsskipti í heiminum.

Ensku félögin eyddu alls 205 milljónum punda í leikmenn utan Englands á síðasta ári eða um 37 milljörðum íslenskra króna.

Rússar eyddu næstmest eða 167 milljónum punda en í næstu sætum voru síðan Tyrkland (50 milljónir punda) og Kína (32 milljónir punda). Spánn og Ítalía eru ekki meðal efstu þjóða enda hafði slæmt efnahagsástand örugglega mikil áhrif á kaupgetu félaga í Suður-Evrópu.

Alls eyddu félög heimsins 1,65 milljörðum punda í leikmenn frá öðrum löndum en það er tíu prósent lækkun frá árinu á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×