Enski boltinn

Carragher: Gerrard mun framlengja við Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagarnir í leik með Liverpool
Þeir félagarnir í leik með Liverpool Mynd. / Getty Images
Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, telur að liðsfélagi sinn Steven Gerrard eigi eftir að skrifa undir nýjan samning við félagið og enda ferilinn hjá Liverpool.

Sjálfur hefur Carragher gefið það út að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en hann telur að fyrirliðin eigi eftir að framlengja við félagið.

Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að Gerrard gæti farið til stórliðs í Evrópu og klárar ferilinn á þeim vettvangi en Carragher telur að svo verði ekki.

„Ég er viss um að Stevie eigi eftir að framlengja við klúbbinn og enda ferilinn hjá Liverpool," sagði Carragher við enska fjölmiðla.

„Leikmaðurinn hefur staðið fyrir sínu hjá Liverpool og verið virkilega stöðugur. Hann er mikill leiðtogi fyrir félagið og frábær fyrirliði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×