Enski boltinn

Ferguson: Þetta fór frá okkur eftir fyrri leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson á hliðarlínunni í dag.
Alex Ferguson á hliðarlínunni í dag. Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var þungur á brún eftir ósigurinn gegn Chelsea, 1-0, í 8-liða úrslitum enska bikarsins á Stamford Bridge í dag.

„Við ræddum um það að hafa miklar gætur á Demba Ba fyrir leikinn. Hann hefur skorað svona mörk gegn okkur þegar hann lék fyrir Newcastle og menn voru meðvitaðir um hans styrk fyrir leikinn, en einbeitingarleysi í eitt augnablik getur kostað mann sigurinn."

„Þeir beittu skyndisóknum eftir fyrsta markið og við vorum heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í dag. Ég sá okkur í raun aldrei skora í leiknum og hafði ekki góða tilfinningu á meðan leiknum stóð."

„Við áttum að vera 4-0 yfir í hálfleik í fyrri leiknum og okkur leið ágætlega í fyrri hálfleiknum í dag en þetta gekk ekki upp fyrir okkur".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×