Enski boltinn

Benitez: Sigur liðsheildarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benitez
Benitez Mynd. Getty Images
Það var gott hljóðið í Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn, 1-0, á Manchester United, í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag en leikurinn fór fram á Stamford Bridge.

„Ég er virkilega ánægður fyrir hönd leikmannanna en þeir stóðu sig frábærlega í dag. Manchester United er með frábært lið og við þurftum að hafa okkur alla við. Það var mikill stöðuleiki milli varnar- og miðjumanna í leiknum og með því kom ró yfir okkar leik."

„Þetta mark frá Demba Ba var stórkostlegt en liðið lék allt vel sem ein heild í dag. Petr Cech varði oft á tíðum ótrúlega en þetta var samt sem áður sigur liðsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×