Enski boltinn

Paolo Di Canio: Ég er enginn fasisti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paolo Di Canio
Paolo Di Canio Mynd. / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Sunderland og nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins Paolo Di Canio hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu vegna ráðningar Ítalans. Martin O´Neil var á dögunum rekinn frá félaginu og því var Di Canio ráðinn í hans stað. David Miliband, stjórnarformaður Sunderland, sagði sig strax úr stjórn félagsins vegna ráðningarinnar en ástæðan mun hafa verið pólitísk skoðun Di Canio sem sagðist vera fasisti á sínum tíma.

„Maður getur breyst mikið með tímanum, en fólk á ekki að vera velta sér uppúr því. Ég hef ávallt lifað lífi mínu af einlægni og það særir mann þegar fólk reynir að skemma orðspor manns," segir Paolo Di Canio.

„Það eina sem ég get sagt er að ef einhver varð sár yfir mínum ummælum þá bið á þá aðila afsökunar. Þessi orð komu ekki frá mér heldur voru orð mín snúin við til að selja til fjölmiðla. Ég fór í langt viðtal á sjónvarpstöð sem var klippt til að láta mig líta illa út, svo einfalt er það."

„Ég þarf ávallt að fara í gegnum þessa sögu þegar ég skipti um lið og er orðin hálfleiður á því. Ég er enginn fasisti né rasisti, það er einfaldlega heimska að halda því fram."

„Sunderland er stór klúbbur með mikla hefð og sterka siðferðiskennd. Það hefur ekkert breyst eftir þessa ráðningu," segir Margaret Byrne, stjórnarformaður Sunderland í yfirlýsingunni.

„Það er vissulega mikil vonbrigði fyrir félagið að lesa þessi viðbrögð við ráðningu Paolo undanfarinn sólahring. Allir sem hafa rætt við Di Canio hjá félaginu sjá strax að um heiðarlegan mann er að ræða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×