Enski boltinn

Höfum aldrei talað við Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Wayne Rooney sé á leið til félagsins í sumar.

Al-Khelaifi segist hrifinn af Rooney en að félagið hafi aldrei haft samband við hann.

Rooney var óvænt á bekknum hjá Manchester United í leik liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði og fullyrtu enskir fjölmiðlar þá að Rooney væri á útleið.

„Hann er einn besti sóknarmaður heims en í fullri hreinskilni höfum við aldrei rætt við hann," sagði Al-Khelaifi við Sky Sports. „Það væru öll lið til að hafa hann í sínum röðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×