Enski boltinn

Drogba: Mourinho kemur mögulega aftur til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea, telur líklegt að Jose Mourinho muni aftur taka við knattspyrnustjórn félagsins.

Drogba leikur nú með Galatasaray sem mætir einmitt Real Madrid, núverandi félagi Mourinho, í fjórðungúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Ég held að hann sé ekki búinn að jafna sig á Chelsea. Og ég held að Chelsea sé ekki búið að jafna sig á honum," sagði Drogba við fjölmiðla ytra.

Mourinho stýrði Chelsea frá 2004 til 2007 og vann á þeim tíma fimm titla - en ekki Meistaradeild Evrópu.

„Hann færði liðinu árangur. Félagið varð enskur meistari tvö ár í röð en það eina sem vantaði var Evrópumeistaratitill. Kannski er það ein af ástæðunum fyrir því að hann kæmi til baka. Hann á eftir óklárað verk."

Rafael Benitez stýrir nú Chelsea en hann á von á því að hætta hjá félaginu nú í sumar.

„Ég tel að þetta væri besta lausnin fyrir Chelsea. Stuðningsmennirnir vilja fá Mourinho aftur og hann elskar Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×