Enski boltinn

HM í ruðningi ekki á Old Trafford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Manchester United hafa útilokað að Old Trafford verði notaður fyrir leiki í heimsmeistarkeppninni í ruðningi (e. rugby) sem fer fram í Englandi árið 2015.

Forráðamenn mótsins höfðu áætlað að þrír leikir yrðu spilaðir á Old Trafford en United-menn hafa áhyggjur af ástandi vallarins eftir slíka notkun.

Mótshaldarar vilja þó halda Manchester-borg inni í myndinni og hafa nú leitað til forráðamenn Manchester City um að fá afnot af Etihad-vellinum.

Mótið fer fram í september og október árið 2015 og er nú verið að leggja lokahönd á skipulagningu mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×