Enski boltinn

Robinson með blóðtappa í lungum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Paul Robinson, markvörður Blackburn í ensku B-deildinni, verður frá næstu sex mánuðina þar sem hann er með blóðtappa í lungum.

Robinson er 33 ára gamall og hefur ekki spilað síðan í desember. Hann dvaldi á sjúkrahúsi um helgina en er nú kominn aftur heim til sín.

Samningur Robinson rennur út í lok tímabilsins en þess má geta að varamarkvörður félagsins, Jake Kean, er einnig frá vegna meiðsla. Kean meiddist í leik Blackburn og Cardiff á mánudaginn og kom Pólverjinn Grzegorz Sandomierski inn á í hans stað.

Sandomierski er nú eini leikfæri markvörðurinn í liði Blackburn sem á mikilvæga leiki fram undan í fallbaráttu ensku B-deildarinnar.

Robinson hefur leikið 41 landsleik á ferlinum en hann lék áður með bæði Leeds og Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×