Fótbolti

Skotar sagðir ætla að bomba Bale niður

Bale ásamt Ramsey í landsleik.
Bale ásamt Ramsey í landsleik.
Skotar hafa miklar áhyggjur af því hvernig þeir eigi að stöðva Gareth Bale er Skotar mæta Wales í undankeppni HM á morgun.

John Brown, fyrrum varnarmaður Glasgow Rangers, segir að Skotar verði að sparka Bale niður og bendir á að hann geti ekki flogið ef hann er lappalaus.

Umræðan um að meiða Bale hefur ekki farið fram hjá Chris Colemand, landsliðsþjálfara Wales, en hann treystir á að dómari leiksins muni vernda Bale.

"Ef við endum á því að spila gegn tíu eða níu mönnum þá verður ekki okkar vandamál," sagði Coleman.

Bale skoraði tvisvar gegn Skotum er liðin mættust í október á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×