Enski boltinn

Man. Utd er drápsvél

Hart hefur ekki fagnað oft svona í vetur.
Hart hefur ekki fagnað oft svona í vetur. vísir/getty
Man. City hefur ekki gengið sem skildi að verja meistaratitilinn á Englandi og í raun var baráttunni lokið nú um miðjan mars.

Man. Utd er með 15 stiga forskot á toppnum og City þarf á kraftaverki að halda ef liðið ætlar sér að verja titilinn.

"Við höfum staðið okkur ágætlega en við höfum verið að spila gegn drápsvél sem klárar sína leiki, sama á hverju hefur gengið," sagði markvörður City, Joe Hart.

"Ég veit ekki alveg hvar við höfum gert mistök í vetur. Það væri gaman að vita það svo við gætum lagað það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×