Meiðslafrír í fyrsta sinn í sex ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 21. mars 2013 15:33 Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla í haust. Hann verður líklega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í Ljubljana á föstudagskvöldið. Íslenska landsliðið kom saman á mánudag og hefur nýtt tímann vel. Liðið er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina og má ekki við því að tapa á föstudaginn ætli það sér að gera alvöru atlögu að toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið og ríka knattspyrnuhefð. Liðinu gekk að vísu illa í fyrstu leikjum sínum í riðlinum en hefur nú skipt um þjálfara og ætlar sér að nota leikinn gegn Íslandi til að koma sér aftur á beinu brautina. „Við höfum tekið fundi á hverjum degi frá því á mánudaginn og höfum fengið mikið af upplýsingum um liðið. Við komum því tilbúnir til leiks," sagði Kolbeinn en heyra má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Við þurfum að vera klárir í bardaga." Ísland mætti Rússlandi í æfingaleik í síðasta mánuði og Kolbeinn segir að Lars hafi verið ánægður með margt í þeim leik. Rússar unnu þá 2-0 sigur. „Lars var ánægður með varnarleikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá gáfum við fá færi á okkur. Við misstum boltann kannski of oft og vorum ekki nógu beittir fram á við. Við vorum með fimm framherja í liðinu og ég tel að við þurfum að spila okkur betur inn í það." „Ég er mjög bjartsýnn á að það takist. Við æfðum vel í gær og það gekk margt upp á æfingu. Vonandi tekst okkur að yfirfæra það á leikinn." Kolbeinn segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á sterkan varnarleik. „Við munum ekki gefa færi á okkur en vonandi tekst okkur svo að spila betri sóknarleik en gegn Rússunum. Vonandi sýnum að við lærðum eitthvað af þeim leik." Kolbeinn, sem spilar með Ajax í Hollandi, var lengi frá keppni í haust vegna meiðsla í öxl en slík meiðsli höfðu verið að plaga hann lengi. „Ég byrjaði að æfa aftur í janúar og mér hefur gengið mjög vel. Ég finn að ég er að komast í betra form. Ég hef spilað einn heilan leik og þarf ég því aðeins meiri tíma til að koma mér í mitt allra besta form." „Annars er líkaminn mjög góður. Ég finn ekki fyrir neinu og þannig hef ég ekki verið í sex ár. Núna get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta án þess að pæla í líkamlegu ástandi. Ég fer nú ekki í návígi með það í huga að þurfa snúa hinni öxlinni að manninum eða óttast að hún detti úr lið. Það er mjög þægilegt - sérstaklega fyrir framherja sem þarf að nota hendurnar vel." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla í haust. Hann verður líklega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í Ljubljana á föstudagskvöldið. Íslenska landsliðið kom saman á mánudag og hefur nýtt tímann vel. Liðið er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina og má ekki við því að tapa á föstudaginn ætli það sér að gera alvöru atlögu að toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið og ríka knattspyrnuhefð. Liðinu gekk að vísu illa í fyrstu leikjum sínum í riðlinum en hefur nú skipt um þjálfara og ætlar sér að nota leikinn gegn Íslandi til að koma sér aftur á beinu brautina. „Við höfum tekið fundi á hverjum degi frá því á mánudaginn og höfum fengið mikið af upplýsingum um liðið. Við komum því tilbúnir til leiks," sagði Kolbeinn en heyra má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Við þurfum að vera klárir í bardaga." Ísland mætti Rússlandi í æfingaleik í síðasta mánuði og Kolbeinn segir að Lars hafi verið ánægður með margt í þeim leik. Rússar unnu þá 2-0 sigur. „Lars var ánægður með varnarleikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá gáfum við fá færi á okkur. Við misstum boltann kannski of oft og vorum ekki nógu beittir fram á við. Við vorum með fimm framherja í liðinu og ég tel að við þurfum að spila okkur betur inn í það." „Ég er mjög bjartsýnn á að það takist. Við æfðum vel í gær og það gekk margt upp á æfingu. Vonandi tekst okkur að yfirfæra það á leikinn." Kolbeinn segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á sterkan varnarleik. „Við munum ekki gefa færi á okkur en vonandi tekst okkur svo að spila betri sóknarleik en gegn Rússunum. Vonandi sýnum að við lærðum eitthvað af þeim leik." Kolbeinn, sem spilar með Ajax í Hollandi, var lengi frá keppni í haust vegna meiðsla í öxl en slík meiðsli höfðu verið að plaga hann lengi. „Ég byrjaði að æfa aftur í janúar og mér hefur gengið mjög vel. Ég finn að ég er að komast í betra form. Ég hef spilað einn heilan leik og þarf ég því aðeins meiri tíma til að koma mér í mitt allra besta form." „Annars er líkaminn mjög góður. Ég finn ekki fyrir neinu og þannig hef ég ekki verið í sex ár. Núna get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta án þess að pæla í líkamlegu ástandi. Ég fer nú ekki í návígi með það í huga að þurfa snúa hinni öxlinni að manninum eða óttast að hún detti úr lið. Það er mjög þægilegt - sérstaklega fyrir framherja sem þarf að nota hendurnar vel."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira