Fótbolti

Var tæklaður af eigin fyrirliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar
Valter Birsa.
Valter Birsa.
Valter Birsa, leikmaður Slóvena, verður líklega klár í slaginn fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Birsa meiddist á æfingu landsliðsins fyrr í vikunni eftir að hann var tæklaður af fyrirliðanum Bostjan Cesar.

Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum virðist Birsa hafa jafnað sig og að hann geti því spilað með sínum mönnum í kvöld.

Hann er 26 ára miðvallarleikmaður sem spilar með Torino á Ítalíu. Hann á að baki 58 landsleiki með Slóveníu og hefur skorað í þeim þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×