Enski boltinn

Poyet hafnaði Reading

Gus Poyet.
Gus Poyet.
Það verður ekkert af því að Gus Poyet taki við Reading en hann hefur ákveðið að halda tryggð við Brighton. Poyet fékk leyfi til þess að hitta forráðamenn Reading.

Poyet virðist einfaldlega ekki hafa haft nægan áhuga á verkefninu og gaf það frá sér.

Næstur á lista Reading er sagður vera Nigel Adkins sem var rekinn frá Southampton fyrr í vetur. Það kom mörgum á óvart en sjúkraþjálfarinn er dáður í Southampton.

Forráðamenn Reading voru að vonast eftir því að vera komnir með stjóra fyrir helgina en það mun líklega ekki ganga upp hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×