Fótbolti

Þjóðarleikvangur Slóvena glæsilegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar
Allt er til reiðu á Stožice-leikvanginum þar sem Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 klukkan 17.00.

Leikvangurinn, sem var vígður árið 2010, er stórglæsilegur útlits eins og sést á meðfylgjandi myndum. Alls tekur hann 16 þúsund manns í sæti en NK Olimpija leikur heimaleiki sína á vellinum. Það er þó ekki búist við að það verði uppselt á leikinn á eftir.

Veðrið í Ljubljana hefur verið mjög gott í dag en viðbúið er að það muni kólna með kvöldinu. Eftir snjókomu í byrjun vikunnar hefur verið þurrt síðustu daga og ætti því völlurinn að vera í ágætu standi.

Blaðamaður Vísis er staddur í Ljubljana og verður hægt að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×