Enski boltinn

Podolski leggst undir hnífinn í sumar

Þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa síðustu sex vikur og mun þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna í sumar.

Podolski hefur ekki verið í liði Arsenal síðan 19. febrúar og nú hefur komið í ljós af hverju. Meiðslin hafa gert það að verkum að hann getur ekki mikið spilað.

Það mun ekki duga fyrir Podolski að hvíla sig til að ná sér góðum. Þess vegna bíður hans aðgerð fyrir sumarfríið.

Ef hann versnar mikið á næstunni gæti Arsenal neyðst til þess að flýta aðgerðinni en læknar liðsins eru bjartsýnir á að Podolski geti eitthvað hjálpað í lokaleikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×