Fótbolti

Sviss missteig sig á Kýpur

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Sviss er aðeins með tveggja stiga forskot á Ísland eftir að liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli á Kýpur í dag.

Heimamenn vörðust spræku liði gestanna með látum og náðu að halda markinu hreinu þrátt fyrir mikla pressu.

Sviss er því komið með 11 stig í efsta sæti. Ísland er með 9 rétt eins og Albanía. Kýpur er í næstneðsta sæti með 4 stig.

5. riðill er því galopinn og allt getur augljóslega gerst í honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×