Enski boltinn

Jovetic ánægður með áhuga Arsenal og City

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Stevan Jovetic er einn umtalaðist leikmaður Evrópu um þessar mundir.
Stevan Jovetic er einn umtalaðist leikmaður Evrópu um þessar mundir.
Stevan Jovetic frá Svartfjallalandi er opinn fyrir því að leika á Englandi í framtíðinni. Þessi 23 ára leikmaður er eftirsóttur af mögum liðinum en talið er að Arsenal og Manchester City fylgist náið með kappanum sem leikur með Fiorentina á Ítalíu.

Jovetic mun leika með Svartfjallalandi gegn Englandi í undankeppni HM næstkomandi þriðjudag og fær þá tækifæri til að heilla ensku liðin.

„Það er svo sannarlega jákvætt þegar lið eins og Arsenal og Manchester City hafa áhuga á þér. Enska deildin er líklega sú besta í heimi. Mér líður mjög vel á ítalíu en enska úrvalsdeildin er sú besta. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni," segir Jovetic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×