Enski boltinn

Mourinho: Kannski sný ég aftur þar sem ég hef verið áður

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Er Jose Mourinho á leiðinni til Chelsea á ný? Mynd/Nordic Photos/Getty
Er Jose Mourinho á leiðinni til Chelsea á ný? Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur gefið sögusögnum þess efnis að hann snúi aftur til Chelsea í sumar byr undir báða vængi. Þessi fimmtugi Portúgali gerði Chelsea tvisvar að Englandsmeisturunum á sínum tíma og gæti snúið aftur í sumar.

„Ég er ævintýragjarn og veit ekki hvað gerist á næstu leiktíð. Það er ekki auðvelt að velja nýjan stað eftir að hafa starfað í Englandi, Portúgal, Ítalíu og Spánn. Kannski sný ég aftur þar sem ég hef verið áður," segir Mourinho.

Talið er mjög líklegt að hann yfirgefi herbúðir Real Madrid í sumar. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Chelsea en Rafa Benitez stýrir nú liðinu út tímabilið eftir að Roberto Di Matteo var rekinn fyrr á þessari leiktíð. Mourinho hefur einnig verið oraður sem arftaki Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×