Fótbolti

Beckham sló í gegn með nýja kínverska húðflúrinu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham hefur verið upptekinn síðustu daga enda á fleygiferð um Kína í nýja starfi sínu sem sendiherra kínverskrar knattspyrnu. Hann fékk leyfi frá félagi sínu Paris Saint Germain til þess að skella sér hinum megin á hnöttinn í landsleikjahlénu.

Beckham hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli hvert sem hann hefur farið í Kína enda einn allra þekktasti íþróttamaður heims sem er vanur því að heilla alla upp úr skónum.

Beckham sló heldur betur í gegn í ferðinni þegar hann sýndi nýja kínverska húðflúrið sitt en hann lét setja kínverska stafi upp eftir allri vinstri síðunni.

Þar á að standa upp á enska tungu: Life and death are determined by fate, rank and riches decreed by Heaven á ensku.

Þetta heimspekileg tilvísun um líf og dauða sem er Beckham greinilega mjög hjartfólginn. Það má sjá mynd af nýja húðflúrinu hér fyrir ofan.

Beckham hefur fjórtán önnur húðflúr og þar á meðal er mynd af honum með konu sinni Victoriu Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×