Enski boltinn

Zabaleta: Gareth Bale er besti leikmaðurinn í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale og Pablo Zabaleta.
Gareth Bale og Pablo Zabaleta. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pablo Zabaleta, bakvörður Manchester City, spilar með mörgum stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar í sínu liði en er samt óhræddur við að lýsa því yfir að Tottenham-leikmaðurinn Gareth Bale sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Gareth Bale hefur farið á kostum með Tottenham á þessu tímabili og hefur alls skoraði 21 mark í 36 leikjum í öllum keppnum. Tottenham er í 4. sæti deildarinnar og á góða möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Hver er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar? Það er Gareth Bale sem er náttúruundur," sagði Pablo

Pablo Zabaleta tjáði sig líka um brotthvarf Mario Balotelli frá Manchester City til AC Milan.

„Það var óumflýjanlegt að Balotelli myndi fara því þetta var orðið erfitt ástand. Mario er frábær leikmaður en hann þarf að þroskast utan vallar. Hann ætti að vera agaðari og hljóðlátari. Það hefur hjálpað honum að komast aftur til Ítalíu og í faðm fjölskyldunnar," sagði Zabaleta.

Zabaleta er ánægður með knattspyrnustjórann Roberto Mancini. „Við eigum mjög gott samband. Ég get ekki bara talað við hann um fótbolta heldur einnig um vandamál lífsins," sagði Zabaleta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×