Enski boltinn

Park spilar að minnsta kosti í tvö ár í viðbót

Kóreumaðurinn Ji-sung Park segir að það sé ekkert hæft í þeim orðrómi að hann sé að fara að leggja skóna á hilluna eftir eitt ár.

Hinn 32 ára gamli Park hefur ekki fundið sig hjá QPR í vetur og fréttir hermdu að hann myndi leggja skóna á hilluna er samningur hans við QPR rennur út næsta sumar.

"Ég hef gert mitt besta og liðið verður áfram í úrvalsdeildinni. Ég er alls ekki orðinn saddur og vil spila áfram með QPR í að minnsta kosti tvö ár í viðbót," sagði Kóreubúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×