Fótbolti

Biðst afsökunar á umdeildum ummælum um konur

Bernard Lacombe.
Bernard Lacombe.
Bernard Lacombe, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, skoraði ekki mörg stig hjá feminístum um daginn er hann sagði að konur væru best geymdar í eldhúsinu.

Hin sextuga karlremba vildi ekki ræða fótbolta við kvenkynsblaðamann. Hann hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni.

"Ég biðst velvirðingar ef orð mín hafa sært einhverjar konur. Þá sérstaklega kvenkynsíþróttamenn og knattspyrnukonur," sagði Lacombe en hann vildi ekki ræða frammistöðu Karim Benzema við konuna.

"Ég vildi bara ekki ræða meira um hann. Ég hefði brugðist eins við ef spurningin hefði komið frá karlmanni. Reyndar ekki með sömu orðum samt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×