Enski boltinn

Diaby verður frá í níu mánuði

Abou Diaby.
Abou Diaby.
Arsenal varð fyrir miklu áfalli í dag er það varð ljóst að miðjumaðurinn Abou Diaby getur ekki leikið með liðinu næstu níu mánuði vegna meiðsla.

Liðbönd í hné leikmannsins slitnuðu á æfingu í gær. Arsenal mátti ekki við þessum tíðindum þegar lítið er eftir af tímabilinu.

Diaby sjálfur hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina og lítið leikið síðustu ár vegna meiðsla.

Diaby fer væntanlega í aðgerð vegna meiðslanna eftir páska og spilar ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×