City valtaði yfir Newcastle | Southampton vann Chelsea Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2013 00:01 Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Manchester City gjörsamlega gekk frá Newcastle 4-0 á heimavelli. Carlos Tevez skoraði fyrsta mark leiksins á 41. mínútu leiksins en aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar David Silva gerði annað mark City í leiknum. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kom Vincent Kompany heimamönnum í 3-0. Það var síðan Yaya Touré sem innsiglaði frábæran sigur heimamenna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Manchester City náði því að minnka forskot United niður í 15 stig á ný en fyrr í dag vann Manchester United Sunderland 1-0. Leikmenn Tottenham fóru í heimsókn til Swansea og byrjuðu leikinn frábærlega með marki frá Jan Vertonghen eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann fékk frábæra stungusendingu frá Gareth Bale inn fyrir vörn Swansea og afgreiddi boltann eins og framherji í netið. Stuttu síðar fékk Emmanuel Adebayor algjört dauðafæri einn gegn markverði Swansea en honum varð heldur betur á og skaut boltanum beint í hendurnar á Michel Vorm í marki heimamanna. Það leit allt út fyrir að gestirnir frá London væru að fara ganga frá Swansea. Gareth Bale hamraði síðan boltanum í netið fyrir utan vítateig Swansea og kom Tottenham í 2-0 á 21. mínútu leiksins. Staðan var 2-0 í hálfleik en í þeim síðari kom allt annað Swansea lið til leiks og byrjuðu strax að setja mark sitt á leikinn. Michu náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar hann skallaði boltann í netið. Lengra komust leikmenn Swansea ekki og Tottenham vann frábæran sigur. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðið Tottenham í dag en var tekinn af velli á fimmtán mínútum fyrir leikslok. Arsenal tók á móti Reading á Emirates-vellinum í London en heimamenn byrjuðu leikinn betur með marki frá Gervinho en hann fékk fína stoðsendingu frá Santi Cazorla í aðdraganda marksins. Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en í þeim síðari var aðeins eitt lið inná vellinum. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skoraði Santi Cazorla mark eftir undirbúning frá Gervinho, þessir tveir náðu vel saman í dag. Á 67. mínútu leiksins skoraði síðan Frakkinn Olivier Giroud fyrir Arsenal og staðan orðin 3-0. Hal Robson-Kanu náði að minnka muninn fyrir Reading tuttugu mínútum fyrir leikslok en leikmenn Arsenal voru ekki lengi að svara því. Mikel Arteta skoraði mark úr vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar og staðan orðin 4-1 og þannig lauk leiknum. Southampton tók á móti Chelsea og gerðu sér lítið fyrir og unnu þá bláklæddu 2-1. Jay Rodriguez kom heimamönnum yfir á 23. mínútu leiksins en John Terry, fyrirliðið Chelsea, náði að jafna metin fyrir gestina á 33. mínútu. Aðeins tveim mínútum síðar komust heimamenn yfir á ný þegar Rickie Lambert skoraði annað mark Southampton. Frábær sigur heimamanna en lið Chelsea tapaði dýrmætum stigum. West Ham vann fínan sigur á WBA 3-1. Fyrsta mark leiksins gerði Andy Carrol eftir rúmlega fimmtán mínútna leik. Það var síðan Gary O'Neil sem gerði annað mark West Ham í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. Staðan var því 2-0 í hálfleik. Andy Carrol gerði annað mark sitt í leiknum tíu mínútum fyrir leikslok. Gestirnir frá WBA náðu að klóra í bakkann tveim mínútum fyrir leikslok þegar Graham Dorrans skoraði úr vítaspyrnu. Þá vann Wigan sigur á Norwich 1-0 en sigurmarkið kom tíu mínútum fyrir leikslok þegar Arouna Koné tryggi Wigan sigurinn. Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Manchester City gjörsamlega gekk frá Newcastle 4-0 á heimavelli. Carlos Tevez skoraði fyrsta mark leiksins á 41. mínútu leiksins en aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar David Silva gerði annað mark City í leiknum. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kom Vincent Kompany heimamönnum í 3-0. Það var síðan Yaya Touré sem innsiglaði frábæran sigur heimamenna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Manchester City náði því að minnka forskot United niður í 15 stig á ný en fyrr í dag vann Manchester United Sunderland 1-0. Leikmenn Tottenham fóru í heimsókn til Swansea og byrjuðu leikinn frábærlega með marki frá Jan Vertonghen eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann fékk frábæra stungusendingu frá Gareth Bale inn fyrir vörn Swansea og afgreiddi boltann eins og framherji í netið. Stuttu síðar fékk Emmanuel Adebayor algjört dauðafæri einn gegn markverði Swansea en honum varð heldur betur á og skaut boltanum beint í hendurnar á Michel Vorm í marki heimamanna. Það leit allt út fyrir að gestirnir frá London væru að fara ganga frá Swansea. Gareth Bale hamraði síðan boltanum í netið fyrir utan vítateig Swansea og kom Tottenham í 2-0 á 21. mínútu leiksins. Staðan var 2-0 í hálfleik en í þeim síðari kom allt annað Swansea lið til leiks og byrjuðu strax að setja mark sitt á leikinn. Michu náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þegar hann skallaði boltann í netið. Lengra komust leikmenn Swansea ekki og Tottenham vann frábæran sigur. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðið Tottenham í dag en var tekinn af velli á fimmtán mínútum fyrir leikslok. Arsenal tók á móti Reading á Emirates-vellinum í London en heimamenn byrjuðu leikinn betur með marki frá Gervinho en hann fékk fína stoðsendingu frá Santi Cazorla í aðdraganda marksins. Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en í þeim síðari var aðeins eitt lið inná vellinum. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skoraði Santi Cazorla mark eftir undirbúning frá Gervinho, þessir tveir náðu vel saman í dag. Á 67. mínútu leiksins skoraði síðan Frakkinn Olivier Giroud fyrir Arsenal og staðan orðin 3-0. Hal Robson-Kanu náði að minnka muninn fyrir Reading tuttugu mínútum fyrir leikslok en leikmenn Arsenal voru ekki lengi að svara því. Mikel Arteta skoraði mark úr vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar og staðan orðin 4-1 og þannig lauk leiknum. Southampton tók á móti Chelsea og gerðu sér lítið fyrir og unnu þá bláklæddu 2-1. Jay Rodriguez kom heimamönnum yfir á 23. mínútu leiksins en John Terry, fyrirliðið Chelsea, náði að jafna metin fyrir gestina á 33. mínútu. Aðeins tveim mínútum síðar komust heimamenn yfir á ný þegar Rickie Lambert skoraði annað mark Southampton. Frábær sigur heimamanna en lið Chelsea tapaði dýrmætum stigum. West Ham vann fínan sigur á WBA 3-1. Fyrsta mark leiksins gerði Andy Carrol eftir rúmlega fimmtán mínútna leik. Það var síðan Gary O'Neil sem gerði annað mark West Ham í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. Staðan var því 2-0 í hálfleik. Andy Carrol gerði annað mark sitt í leiknum tíu mínútum fyrir leikslok. Gestirnir frá WBA náðu að klóra í bakkann tveim mínútum fyrir leikslok þegar Graham Dorrans skoraði úr vítaspyrnu. Þá vann Wigan sigur á Norwich 1-0 en sigurmarkið kom tíu mínútum fyrir leikslok þegar Arouna Koné tryggi Wigan sigurinn.
Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira