Enski boltinn

United með skyldusigur gegn Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manchester United vann hálfgerðan skyldusigur, 1-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en eina mark leiksins var sjálfsmark Titus Bramble á 27. mínútu.

Manchester United var með öll völd á vellinum alveg frá fyrstu mínútu en voru samt sem áður í vandræðum með að skapa sér hættuleg marktækifæri.

Þegar tæplega hálftími var liðin af leiknum fékk Robin van Persie gríðarlega langan tíma með boltann inn í vítateig Sunderland sem endaði með skoti sem hrökk af Bramble og í netið.

Staðan var því 1-0 fyrir United í hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan því sigur Manchester United.

Liðið styrkti því stöðu sína á toppi deildarinnar og hefur nú 18 stiga forskot á granna sína í Manchester City sem er í öðru sæti.

Manchester City getur samt sem áður minnkað forskot United niður í 15 stig þegar liðið mætir Newcastle síðar í dag. Sunderland er í miklum vandræðum í deildinni en liðið er í 16. sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×