Enski boltinn

Cabaye: Manchester City spilar ekki eins og lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City.
Leikmenn Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Yohan Cabaye, franski miðjumaðurinn hjá Newcastle, telur að skortur á almennilegri liðsheild hafa orðið Manchester City að falli í baráttunni um enska meistaratitilinn í ár.

Newcastle mætir Manchester City á morgun en Manchester United er með fimmtán stiga forskot á City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„United er eins og vél. Sir Alex er að vinna frábært starf," sagði Yohan Cabaye í viðtali við The Sun.

„Hann þekkir vel inn á sína leikmenn og er alltaf með það á hreinu hvaða leikmenn eru bestir fyrir hans lið hverju sinni," sagði Cabaye.

„City-liðið hefur marga frábæra leikmenn en því miður þeirra vegna þá spila þeir ekki eins og lið. Það er allt öðruvísi hjá United og þar liggur munurinn á liðunum að mínu mati. City er frábært lið en það er lið fullt af einstaklingum," sagði Cabaye.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×