Innlent

Öflug loðnuskip bíða birtingar undan Patreksfirði

Þó nokkur loðnuskip, sem voru að leita fyrir sér án árangurs við Snæfellsnes í gær, settu allt á fullt og stefndu vestur fyrir Vestfirði, eftir að togari lét vita af loðnulóðningum um 40 sjómílur vestur af Patreksfirði.

Júpíter náði 150 tonna kasti áður en myrkrið skall á, en loðnan veiðist aðeins í björtu. Að minnstakosti sjö öflugustu loðnuskipin bíða nú tilbúin eftir að það birti og að loðann verði veiðanleg aftur.

Nú eru um það bil 50 þúsund tonn óveidd af kvótanum á þessari vertíð og var botninn dottinn úr veiðunum og lokahljóð komið sjómenn, þegar þessar óvæntu fréttir bárust af Vestfjarðamiðum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×