Enski boltinn

Köstuðu pylsu í átt að leikmönnum Chelsea

Terry fagnar með félögum sínum. Pylsan er líklega við það að leggja af stað úr stúkunni þarna.
Terry fagnar með félögum sínum. Pylsan er líklega við það að leggja af stað úr stúkunni þarna.
John Terry fékk heldur betur að finna fyrir því frá stuðningsmönnum West Ham í gær. Fyrir utan allan sorakjaftinn þá var kastað að honum, og félögum hans, smápeningum og einni pylsu. Já, pylsu.

Terry þurfti að hita upp fyrir framan stuðningsmenn West Ham sem létu drulluna rigna yfir hann allan tímann. Terry lét þau orð alls ekki sem vind um eyru þjóta.

Hann svaraði með því að þykjast vera að lyfta bikar og var það aðeins til þess að hella olíu á eldinn.

Er Frank Lampard skoraði sitt 200. mark fagnaði hann meðal annars með Terry. Það kunnu stuðningsmenn West Ham ekki að meta og þeir grýttu öllu lauslegu í átt að leikmönnum. Þar á meðal pylsunni.

Lögreglan er þegar komin í málið en þetta er fjórða málið sem tengist Chelsea sem er rannsakað í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×