Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Ekki rétt að reka McDermott

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum leikmaður Reading, var gestur Sunnudagsmessunnar í gær. Hann ræddi meðal annars um ástandið hjá Reading þar sem félagið er stjóralaust.

"Ég held alls ekki að liðið hafi þurft á breytingu á halda. Ég held að liðið hafði þurft á McDermott að halda og klára þetta af krafti," sagði Brynjar Björn meðal annars en hann er ekki sáttur við brottrekstur Brian McDermott.

Brynjar segist hafa trú á því að þetta Reading-lið hafi alla burði til þess að halda sér í deildinni.

Hann greinir einnig frá því að það hafi ekki komið honum á óvart hversu lítið hann hafi spilað í vetur. Það hafi ekki staðið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×