Fótbolti

Rio dregur sig úr enska landsliðshópnum

Rio í landsleik.
Rio í landsleik.
Það verður ekkert af endurkomu Rio Ferdinand í enska landsliðið í þessari viku því varnarmaðurinn er búinn að draga sig úr landsliðshópnum.

Ástæðan er sjúkraþjálfun sem hann var búinn að skuldbinda sig í vegna þrálátra meiðsla á baki.

Ferdinand hitti Roy Hodgson landsliðsþjálfara í gær og sagði honum frá þessu. Steven Caulker, leikmaður Tottenham, hefur verið valinn í stað Rio.

Ferdinand kom því þó skýrt til skila við Hodgson að hann hefði enn metnað fyrir því að spila með enska landsliðinu og vonaðist til þess að verða valinn aftur síðar.

"Það er svekkjandi að missa Rio en ég er ánægður með að hann hafi hringt í mig og útskýrt málið fyrir mér. Ég var afar ánægður með viðhorf hans og vonandi get ég valið hann aftur síðar," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×