Fótbolti

Alfreð og Kolbeinn hvíldu í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fór í nálastungu hjá Friðriki Ellert Jónssyni, sjúkraþjálfara landsliðsins í morgun.
Kolbeinn Sigþórsson fór í nálastungu hjá Friðriki Ellert Jónssyni, sjúkraþjálfara landsliðsins í morgun. Mynd/KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði á keppnisleikvangnum í Ljubljana í morgun. Allir leikmenn liðsins eru við hestaheilsu en Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson hvíldu þó á æfingunni í dag.

Alfreð spilaði í 3-1 sigri Heerenveen gegn Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í NEC Nijmegen á laugardaginn. Kolbeinn spilaði með Ajax í 3-2 sigrinum á AZ Alkmaar um helgina. Kolbeinn lagði upp mark í fyrri hálfleik en var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik.

Að sögn Ómars Smárasonar, leyfis- og markaðsstjóra KSÍ, var völlurinn laus í sér eftir snjókomuna í gær. Þó er reiknað með því að hann verði í fínu standi á föstudaginn þegar leikurinn fer fram enda veðurspáin góð. Góð stemmingin er í hópnum og vel fer um strákana á hóteli þeirra í höfuðborginni.

Reiknað er með því að um 5000-6000 manns mæti á leikinn. Fullt var á fyrsta leik Slóvena í riðlinum á heimavelli gegn Svisslendingum. 2-0 tap fór þó öfugt ofan í stuðningsmenn liðsins því mun færri mættu á 2-1 sigurleikinn gegn Kýpur.

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari (t.v.), og Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari í sólinni í Ljubljana.Mynd/KSÍ

Tengdar fréttir

Aron Einar skrifaði undir í Slóveníu

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur skrifað undir nýjan samning við Cardiff í Championship-deildinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Aron Einar verið í viðræðum við velska liðið undanfarið.

Sól og blíða í Ljubljana

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í morgun á Stožice Stadium þar sem leikur liðsins við Slóvena í undankeppni HM 2014 fer fram á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×