Fótbolti

Alfreð kom Heerenveen til bjargar

Alfreð fagnar.
Alfreð fagnar.
Alfreð Finnbogason var hetja Heerenveen enn eina ferðina í kvöld er hann skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins gegn NAC Breda og tryggði Heerenveen 1-2 sigur.

Alfreð hafði áður klúðrað vítaspyrnu í leiknum en hann bætti heldur betur upp fyrir það með mörkunum tveimur.

Fyrra markið kom á 82. mínútu og hið seinna á 85. mínútu. Alfreð er búinn að skora 19 mörk í 22 deildarleikjum fyrir félagið.

Heerenveen stökk með sigrinum úr tólfta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar upp í það níunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×