Fótbolti

Leiknismenn í úrslitin - unnu Val í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óttar Bjarni Guðmundsson tryggði Leikni sigur í vítakeppninni.
Óttar Bjarni Guðmundsson tryggði Leikni sigur í vítakeppninni. Mynd/Stefán
Leiknismenn eru komnir í úrslit Reykjavíkurmóts karla í fótbolta eftir að þeir unnu Val 4-1 í vítakeppni í Egilshöllinni í kvöld. Leiknismenn nýttu allar vítaspyrnur sínar en Valsmenn klúðruðu tveimur af þremur sínum spyrnum.

Leikurinn sjálfur endaði með markalausu jafntefli þar sem Valsmenn voru sterkari aðilinn en tókst ekki að skora. Það var ekki framlengt heldur farið strax í vítakeppnina.

Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr fyrstu spyrnu Valsmanna en svo skaut Magnús Már Lúðvíksson í stöng og Eyjólfur Tómasson varði spyrnu Kolbeins Kárasonar.

Hilmar Árni Halldórsson, Ólafur Hrannar Kristjánsson og Vigfús Arnar Jósepsson skoruðu úr fyrstu þremur spyrnum Leiknis og því gat Óttar Bjarni Guðmundsson tryggt liðinu sigur í fjórðu spyrnunni sem og hann gerði.

Víkingur R. og KR mætast í hinum undanúrslitaleiknum seinna í kvöld.

Upplýsingar um gang mála í leiknum eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×