Enski boltinn

Benitez: Erfitt að sætta sig við þetta

Le Fondre fagnar jöfnunarmarki sínu. Leikmenn Chelsea trúa vart sínum eigin augum en markið kom á 95. mínútu.
Le Fondre fagnar jöfnunarmarki sínu. Leikmenn Chelsea trúa vart sínum eigin augum en markið kom á 95. mínútu.
Chelsea hafði mikla yfirburði gegn Reading í kvöld en tókst samt að missa unnin leik niður í jafntefli. Adam le Fondre með tvö mörk fyrir Reading undir lokin.

"Það var ekki góð stemning inn í klefa eftir leik. Við gerðum allt til þess að vinna þennan leik," sagði svekktur stjóri Chelsea, Rafa Benitez, eftir leik.

"Í 85 mínútur vorum við með algjöra yfirburði á vellinum. Á endanum reyndist ein aukaspyrna okkur dýrkeypt. Við sköpuðum nóg af færum til þess að skora fjögur eða fimm mörk. Það er mjög erfitt að sætta sig við þessi úrslit."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×