Enski boltinn

Öllum leikjum vikunnar gerð skil á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heil umferð fór fram í ensku úrvalsdeildinni í vikunni og má nú sjá samantektir úr öllum leikjunum á Sjónvarpsvef Vísis - öll mörkin og helstu tilþrifin.

Arsenal og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í stórleik umferðarinnar en Manchester United er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinar eftir 2-1 sigur á Southampton.

Staða United styrktist mjög í vikunni en næstu þrjú lið í deildinni - Manchester City, Chelsea og Tottenham - gerðu öll jafntefli í sínum leikjum.

Leikina má sjá á Sjónvarpsvefnum, auk þess að smella á hlekkina hér fyrir neðan. Efst í fréttinni er myndband þar sem leikur Arsenal og Liverpool frá árinu 2004 er rifjaður upp.

Leikirnir:

Stoke - Wigan 2-2

Aston Villa - Newcastle 1-2

QPR - Man City 0-0

Sunderland - Swansea 0-0

Arsenal - Liverpool 2-2

Norwich - Tottenham 1-1

Everton - West Brom 2-1

Man United - Southampton 2-1

Reading - Chelsea 2-2

Fulham - West Ham 3-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×