Djokovic stefnir á sigur á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 16:45 Djokovic með fótboltakappanum Alessandro Del Piero eftir sigurinn um helgina. Del Piero spilar með ástralska liðinu Sydney FC. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira