Enski boltinn

Ferguson kærður fyrir ummæli í garð aðstoðardómara

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla sem hann lét falla eftir leik United og Tottenham á dögunum.

Ferguson var mjög harðorður í garð annars aðstoðardómara leiksins. Sagði hann hafa dregið taum andstæðinganna oftar en einu sinni. Þess vegna átti hann ekki von á því að aðstoðardómarinn myndi flagga er Ferguson vildi fá víti fyrir brot á Rooney.

"Línuvörðurinn var aldrei að fara að flagga. Hann dæmdi með þeim allan tímann. Þetta átti að vera auðveld ákvörðun og hann stóð rétt hjá atvikinu. Samt dæmdi hann á allt annað," sagði stjórinn.

Ferguson hefur fram á föstudag til þess að svara ákæru knattspyrnusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×