Enski boltinn

Tevez missti ökuskírteinið í hálft ár

Tevez hefur ekki lagt sig fram um að læra ensku.
Tevez hefur ekki lagt sig fram um að læra ensku.
Þrátt fyrir að hafa búið á Englandi í áraraðir er Argentínumaðurinn Carlos Tevez nánast ótalandi á enska tungu. Það hefur nú komið honum um koll.

Tevez er nefnilega búinn að missa ökuskírteinið í hálft ár. Hann svaraði ekki bréfum lögreglunar vegna hraðaksturs og því missti hann ökuskírteinið.

Afsökun Tevez er sú að hann hefði ekki skilið bréfið og hvað þá að það væri frá lögreglunni.

Knattspyrnukappinn varð að lokum að mæta fyrir rétt vegna málsins. Hann þarf að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir utan að missa ökuskírteinið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×