NFL: Wilson hafði betur í baráttu nýliðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2013 09:41 RGIII óskar Wilson til hamingju eftir leikinn í gær. Mynd/AP Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle
NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira