Fótbolti

Beckham íhugar nú samningstilboð frá PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Beckham í leik með PSG.
David Beckham í leik með PSG. Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn David Beckham íhugar nú eins árs samningstilboð frá franska knattspyrnuliðinu Paris Saint Germain en Beckham hefur verið á mála hjá félaginu síðastliðna mánuði.

Beckham gekk í raðir PSG í janúar frá LA Galaxy  og gaf það strax út að öll laun leikmannsins myndu renna til barnaspítala Parísarborgar.

Leikmaðurinn er orðin 38 ára en hefur samt sem áður enn margt til bruns að bera og því líklegt að hann haldi áfram hjá PSG.

Ákvörðun frá Beckham er að vænta í næstu vikur og þá kemur í ljós hvað þessi enski miðjumaður gerir á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×