Fótbolti

Kolbeinn á skotskónum í sigri Ajax

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn skorar hér í leik með Ajax á tímabilinu
Kolbeinn skorar hér í leik með Ajax á tímabilinu Mynd. / Getty Images
Ajax vann fína sigur, 2-0, á Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og var Íslendingurinn Kolbeinn Sigþórsson á skotskónum í leiknum en hann gerði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu.

Danny Hoesen skoraði síðan annað mark Ajax í leiknum um tuttugu mínútum fyrir leikslok og niðurstaðan því 2-0 sigur gestanna. Willem II vann góðan sigur, 2-0, á AZ Alkmaar en staðan var 0-0 í hálfleik.

Heimamenn voru sterkari í þeim síðari og uppskáru flottan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir  AZ Alkmaar  en Aron Jóhannsson kom inná sem varamaður þegar hálftími var eftir af leiknum.

Roda bar sigur úr býtum, 1-0, á Heerenveen en eina mark leiksins gerði Krisztián Németh eftir um hálftíma leik. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen.

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í NEC töpuðu fyrir Waalwijk 2-1 en Íslendingurinn lék allan leikinn fyrir NEC.

Ajax er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 76 stig og tryggði liðið sér hollenska meistaratitilinn um síðustu helgi í 32. skipti í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×