Enski boltinn

Hoddle býður sig fram í að taka við Spurs

Hoddle hefur aðallega verið í golfi síðustu ár.
Hoddle hefur aðallega verið í golfi síðustu ár.
Gamla Tottenham-goðsögnin, Glenn Hoddle, hefur minnt á sig nú þegar Tottenham er í leit að nýjum stjóra. Hoddle segist vera klár í slaginn.

Hinn 56 ára gamli Hoddle stýrði Spurs frá 2001-03 og hann var einnig landsliðsþjálfari Englands á sínum tíma.

Hoddle hefur reyndar ekki þjálfað síðan árið 2006 er hann hætti með Wolves. Hann hefur fengið nokkur starfstilboð síðan og til að mynda hafnaði hann að taka við úkraínska landsliðinu.

Í staðinn opnaði hann knattspyrnuakademíu á Spáni sem hjálpaði samningslausum leikmönnum að halda sér á floti.

Hoddle er góður vinur Daniel Levy, stjórnarformanns Spurs, og það gæti hjálpað honum. Reyndar kom það í hlut Levy að reka Hoddle frá Spurs á sínum tíma og spurning hvort Levy sé tilbúinn að gefa félaga sínum annað tækifæri.

Á meðan leitað er að nýjum stjóra munu Tim Sherwood, Les Ferdinand og Chris Ramsey sjá um að stýra liðinu.

Þess má síðan geta í gamni að þegar Hoddle var upp á sitt besta sem leikmaður Tottenham þá vann hann tónlist með félaga sínum í Spurs og enska landsliðinu, Chris Waddle. Þeir áttu til að mynda þennan fína slagara sem má hlusta á hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×