Danny Welbeck óð í færum, skoraði tvö mörk og tók flotta hælspyrnu í sigurleiknum gegn Aston Villa um helgina.
„Það var algjör nauðsyn fyrir Meistaradeildar-Moyes að vinna þennan leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason um sigur Manchester United.
Guðmundur Benediktsson nýtti tækifærið og minnti á að alltof margir íslenskir leikmenn tækju hælspyrnur þegar tilefni væri ekki til. Danny Welbeck mætti það hins vegar í stöðunni 3-0 og kappinn búinn að skora tvö mörk.
Innslagið úr Messunni má sjá hér að ofan.
Innslagið úr Messunni má sjá hér að ofan.