„Risinn lét hann bara heyra það,“ sagði Guðmundur Benediktsson þegar Per Mertesacker húskammaði liðsfélaga sinn Mesut Özil á Etihad um helgina.
Sérfræðingarnir í Messunni, Bjarni Guðjónsson og Hjörvar Hafliðason, höfðu á orði að þýski miðvörðurinn hefði gert sig full breiðan. Jafnvel hafi verið um leikþátt að ræða.
Betra hefði verið að skamma félagann inni í klefa því uppákoma sem þessi gæti haft áhrif til framtíðar.
Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.

