Fáa lækna langar aftur heim Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Davíð B. Þórisson lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum. Davíð segir ljóst að læknar séu tvístígandi vegna þess að á Íslandi hafi orðið hrap í kjörum og starfsaðstæðum. Þá sé viðhorf og stefna ríkisstjórnar læknum fjandsamleg. „Stéttin hefur mátt sitja undir skítkasti frá almenningi og jafnvel sjálfum heilbrigðismálaráðherra. Til dæmis eru launaháir læknar notaðir sem staðalviðmið fyrir alla stéttina án þess að horft sé á alla vaktavinnuna sem liggur að baki. Ekki er langt síðan sérfræðingur Landspítalans benti á að dóttir hans fengi hærra kaup fyrir sjoppuvakt en hann á spítalavaktinni, enda flutti sá aftur til útlanda.“ Davíð, sem er að flytja aftur heim eftir fimm ára sérnám í Svíþjóð, segir könnunina sýna að hér stefni í læknaskort. Sextán ætla að flytja til Íslands á næstu tveimur árum og 47 á næstu tíu árum. Hann segir fjölskylduástæður ráða því að hann flytji heim en ytra hafi hann getað haldið uppi þriggja barna fjölskyldu á launum deildarlæknis. „Ég hef áhyggjur af því að brenna út vegna þess að ég sé hvernig álagið hefur stóraukist bara á þessum fimm árum,“ segir hann. Þá sé læknaflóttinn ekki að minnka og yfirvöld sinnulaus. Að sérnámi loknu langi hann til þess að eiga sér líka líf utan læknisfræðinnar og lesa fleiri bækur en læknadoðranta. Börnin þurfi athygli og hann sé síður tilbúinn til að taka að sér vaktavinnu. „Þess vegna vil ég réttlát dagvinnulaun og viðráðanlega vaktabyrði,“segir hann. Þá segir Davíð oft gleymast í orðræðu um lækna sem hálaunastétt að þeir séu 12 til 15 ár í námi þar til þeir að lokum komast á sérfræðingslaun. „Og einmitt þá fyrst eru margir að byrja að koma fótunum undir sig á meðan aðrir hafa verið í fullri vinnu stóran hluta tímans og greitt inn á íbúðalán. Það er langt í frá ókeypis að flytja milli landa og síðan byrja upp á nýtt og á sama tíma sinna fjölskyldunni. Það vill enginn hamast á vöktum til að geta átt nóg fyrir sig eða sína.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum. Davíð segir ljóst að læknar séu tvístígandi vegna þess að á Íslandi hafi orðið hrap í kjörum og starfsaðstæðum. Þá sé viðhorf og stefna ríkisstjórnar læknum fjandsamleg. „Stéttin hefur mátt sitja undir skítkasti frá almenningi og jafnvel sjálfum heilbrigðismálaráðherra. Til dæmis eru launaháir læknar notaðir sem staðalviðmið fyrir alla stéttina án þess að horft sé á alla vaktavinnuna sem liggur að baki. Ekki er langt síðan sérfræðingur Landspítalans benti á að dóttir hans fengi hærra kaup fyrir sjoppuvakt en hann á spítalavaktinni, enda flutti sá aftur til útlanda.“ Davíð, sem er að flytja aftur heim eftir fimm ára sérnám í Svíþjóð, segir könnunina sýna að hér stefni í læknaskort. Sextán ætla að flytja til Íslands á næstu tveimur árum og 47 á næstu tíu árum. Hann segir fjölskylduástæður ráða því að hann flytji heim en ytra hafi hann getað haldið uppi þriggja barna fjölskyldu á launum deildarlæknis. „Ég hef áhyggjur af því að brenna út vegna þess að ég sé hvernig álagið hefur stóraukist bara á þessum fimm árum,“ segir hann. Þá sé læknaflóttinn ekki að minnka og yfirvöld sinnulaus. Að sérnámi loknu langi hann til þess að eiga sér líka líf utan læknisfræðinnar og lesa fleiri bækur en læknadoðranta. Börnin þurfi athygli og hann sé síður tilbúinn til að taka að sér vaktavinnu. „Þess vegna vil ég réttlát dagvinnulaun og viðráðanlega vaktabyrði,“segir hann. Þá segir Davíð oft gleymast í orðræðu um lækna sem hálaunastétt að þeir séu 12 til 15 ár í námi þar til þeir að lokum komast á sérfræðingslaun. „Og einmitt þá fyrst eru margir að byrja að koma fótunum undir sig á meðan aðrir hafa verið í fullri vinnu stóran hluta tímans og greitt inn á íbúðalán. Það er langt í frá ókeypis að flytja milli landa og síðan byrja upp á nýtt og á sama tíma sinna fjölskyldunni. Það vill enginn hamast á vöktum til að geta átt nóg fyrir sig eða sína.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira