Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Agnar Már Másson skrifar 16. ágúst 2025 13:18 Fjölmiðlanefnd sektaði Símann í gær fyrir að auglýsa ókeypis veðmálasíðu á vettvangi sínum. Samsett mynd/Sýn/Getty Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“ Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“
Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira