Fáa lækna langar aftur heim Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Davíð B. Þórisson lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum. Davíð segir ljóst að læknar séu tvístígandi vegna þess að á Íslandi hafi orðið hrap í kjörum og starfsaðstæðum. Þá sé viðhorf og stefna ríkisstjórnar læknum fjandsamleg. „Stéttin hefur mátt sitja undir skítkasti frá almenningi og jafnvel sjálfum heilbrigðismálaráðherra. Til dæmis eru launaháir læknar notaðir sem staðalviðmið fyrir alla stéttina án þess að horft sé á alla vaktavinnuna sem liggur að baki. Ekki er langt síðan sérfræðingur Landspítalans benti á að dóttir hans fengi hærra kaup fyrir sjoppuvakt en hann á spítalavaktinni, enda flutti sá aftur til útlanda.“ Davíð, sem er að flytja aftur heim eftir fimm ára sérnám í Svíþjóð, segir könnunina sýna að hér stefni í læknaskort. Sextán ætla að flytja til Íslands á næstu tveimur árum og 47 á næstu tíu árum. Hann segir fjölskylduástæður ráða því að hann flytji heim en ytra hafi hann getað haldið uppi þriggja barna fjölskyldu á launum deildarlæknis. „Ég hef áhyggjur af því að brenna út vegna þess að ég sé hvernig álagið hefur stóraukist bara á þessum fimm árum,“ segir hann. Þá sé læknaflóttinn ekki að minnka og yfirvöld sinnulaus. Að sérnámi loknu langi hann til þess að eiga sér líka líf utan læknisfræðinnar og lesa fleiri bækur en læknadoðranta. Börnin þurfi athygli og hann sé síður tilbúinn til að taka að sér vaktavinnu. „Þess vegna vil ég réttlát dagvinnulaun og viðráðanlega vaktabyrði,“segir hann. Þá segir Davíð oft gleymast í orðræðu um lækna sem hálaunastétt að þeir séu 12 til 15 ár í námi þar til þeir að lokum komast á sérfræðingslaun. „Og einmitt þá fyrst eru margir að byrja að koma fótunum undir sig á meðan aðrir hafa verið í fullri vinnu stóran hluta tímans og greitt inn á íbúðalán. Það er langt í frá ókeypis að flytja milli landa og síðan byrja upp á nýtt og á sama tíma sinna fjölskyldunni. Það vill enginn hamast á vöktum til að geta átt nóg fyrir sig eða sína.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum. Davíð segir ljóst að læknar séu tvístígandi vegna þess að á Íslandi hafi orðið hrap í kjörum og starfsaðstæðum. Þá sé viðhorf og stefna ríkisstjórnar læknum fjandsamleg. „Stéttin hefur mátt sitja undir skítkasti frá almenningi og jafnvel sjálfum heilbrigðismálaráðherra. Til dæmis eru launaháir læknar notaðir sem staðalviðmið fyrir alla stéttina án þess að horft sé á alla vaktavinnuna sem liggur að baki. Ekki er langt síðan sérfræðingur Landspítalans benti á að dóttir hans fengi hærra kaup fyrir sjoppuvakt en hann á spítalavaktinni, enda flutti sá aftur til útlanda.“ Davíð, sem er að flytja aftur heim eftir fimm ára sérnám í Svíþjóð, segir könnunina sýna að hér stefni í læknaskort. Sextán ætla að flytja til Íslands á næstu tveimur árum og 47 á næstu tíu árum. Hann segir fjölskylduástæður ráða því að hann flytji heim en ytra hafi hann getað haldið uppi þriggja barna fjölskyldu á launum deildarlæknis. „Ég hef áhyggjur af því að brenna út vegna þess að ég sé hvernig álagið hefur stóraukist bara á þessum fimm árum,“ segir hann. Þá sé læknaflóttinn ekki að minnka og yfirvöld sinnulaus. Að sérnámi loknu langi hann til þess að eiga sér líka líf utan læknisfræðinnar og lesa fleiri bækur en læknadoðranta. Börnin þurfi athygli og hann sé síður tilbúinn til að taka að sér vaktavinnu. „Þess vegna vil ég réttlát dagvinnulaun og viðráðanlega vaktabyrði,“segir hann. Þá segir Davíð oft gleymast í orðræðu um lækna sem hálaunastétt að þeir séu 12 til 15 ár í námi þar til þeir að lokum komast á sérfræðingslaun. „Og einmitt þá fyrst eru margir að byrja að koma fótunum undir sig á meðan aðrir hafa verið í fullri vinnu stóran hluta tímans og greitt inn á íbúðalán. Það er langt í frá ókeypis að flytja milli landa og síðan byrja upp á nýtt og á sama tíma sinna fjölskyldunni. Það vill enginn hamast á vöktum til að geta átt nóg fyrir sig eða sína.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira