Söngkonan Miley Cyrus er í óðaönn að kynna nýju smáskífuna sína, We Can’t Stop, en hún er búin að grennast óhugnalega mikið síðustu mánuði.
Miley spókaði sig um í New York í vikunni og sýndi tálgaðan líkamann í íþróttatoppi og harem-buxum.
Hæ, hæ.Söngkonan hefur ferðast á milli borga í Bandaríkjunum síðustu daga og virðist alltaf vera klædd þannig að hún sýni magann. Hún er greinilega afar hrifin af magabolatískunni sem tröllríður nú heiminum.